Forsíða

Vertu velkomin á síðuna mína! Ég vona hún sé sú síða sem þú varst að leita að.

Ég get alveg verið sammála þér um að veffang síðunnar sé að vissuleyti rangnefni því ekki er um eiginlega mataruppskriftarsíðu að ræða. Veffangið vísar til uppskrifta að betri heilsu og líðan.

Líður ekki vel þegar ég er of þung

Þegar ég hef verið of þung hefur mér oft ekki liðið vel andlega því ég hef viljað vera grennri. Svo er maður líka miklu þyngri á sér og þar af leiðandi þarf líkaminn að burðast með miklu meiri þyngd sem leiðir af sér meiri líkamlega þreytu fyrir flesta.

Vil deila reynslu minni

Ef þú ert að burðast með þessi auka kíló sem ég hef reglulega gert og ert að leita leiðar til að fækka þeim ertu á réttum stað. Ég held síðunni nefnilega fyrst og fremst úti til að deila reynslu minni til almennings þegar ég skipti yfir í mataræðið sem The Diet Solution Program (DSP) ráðleggur fólki sem vill losa sig við aukakílóin á náttúrulegan hátt, án fæðubótaefna og ýmissa taflna. Ég fór að fylgja mataræði DSP í byrjun apríl 2010 og fyrstu fimm vikurnar léttist ég um 6,5 kg.

Kynning á The Diet Solution Program

Áður en þú lest lengra getur þú horft á kynninguna á The Diet Solution Program og gengið úr skugga hvort þetta mataræði henti þér við baráttuna við aukakílóin. DSP hefur hjálpað þúsundum kvenna og karla víðsvegar um heiminn að léttast og viðhalda kjörþyngd. Þú gætir eins og ég og þetta fólk reiknað með því að missa 1,5 til 5 kíló fyrstu vikuna og viðhaldið stöðugu þyngdartapi eftir það.

Klikkaðu hér til að horfa á myndband um
The Diet Solution Program

Kynning á The Diet Solution Program á ensku

Bakgrunnur DSP

Til að átta sig betur á (DSP) er ágætt að vita smá um bakgrunn þess. Það er þróað af Isabel De Los Rios næringarfræðingi og einkaþjálfa. Í gegnum skólagöngu og ráðgjöf við hundruði viðskiptavina hefur Isabel sett saman mataráætlun sem hentar öllum í baráttunni við aukakílóin. Hún segir að DSP hjálpi þeim sem alltaf eru í megrun við að breyta mataræðinu til frambúðar.

The Diet Solution Program inniheldur vel samansettar leiðbeiningar um næringu. Það inniheldur ekki einungis reglur þú þarft að fara eftir til að ná kjörþyngd, heldur einnig matseðla og uppskriftir svo eitthvað sé nefnt.

Engin töfralausn

DSP mataræðið er ekki töfralausn sem stuðlar að skjótu þyngdartapi heldur breyting á mataræði sem hefur hjálpað fólki að breyta yfir í hollt og ferskt mataræði til frambúðar og léttast á sama tíma.

Hafir þú einhvertíma farið í megrun veistu að eina leiðin til að halda þyngdinni í skefjum er að breyta um mataræði. Isabel bendir þér á gómsætar máltíðir í réttri samsetningu svo þú getir léttst og viðhaldið þyngdinni.

Spurt og svarað um The Diet Solution Program

Þegar þú ert búin/n að horfa á kynninguna er mjög eðlilegt að þú sért með fullt af spurningum í kollinum sem þú myndir vilja fá svör við áður en þú dæmir hvort DSP henti þér. Þessar spurningar eru mjög líklega þær sömu og Isabel hefur tekið saman frá fólki vildi fá að vita meira um DSP. Hún er búin að svara spurningunum og sett þær á netið svo þær séu aðgengilegar. Endilega kíktu á Spurt og svarað um The Diet Solution Program ef þú hefur spurningar.

Ætlaði varla að þora að kaupa DSP

Í byrjun árs 2010 sá ég fyrst kynningu á DSP mataræðinu. Til að byrja með ætlaði ég varla að þora að kaupa bækurnar því ég hélt þetta væri eitthvað peningaplott á netinu og gleymdi alveg að prófa að slá því upp í leitarvélum og var heldur ekki búin að sjá Spurt og svarað um DSP.

Annað sem hélt líka aftur af mér var að ég hafði aldrei heyrt um DSP. Ég hugsaði stöðugt um myndbandið í nokkar vikur. Eftir hörku 6 vikna námskeið hjá Hreyfingu sem ég léttist ekki um gramm (brenndi mikilli fitu og bætt á mig vöðvum) ákvað ég að láta reyna á þetta prógram.

Ég úðaði í mig páskaeggjum og góðum mat yfir páskana og byrjaði eftir páska. Fyrstu fimm vikurnar léttist ég um 6,5 kg en ég var þegar búin að ná af mér tæpum 7 kílóum frá október fram í byrjun janúar. Frá janúar fram í byrjun apríl var ég föst í sömu þyngd sem breyttist ekki fyrr en ég breytti yfir í DSP mataræðið.

Alhliða líkamsþjálfun

Mataræði 80%, hreyfing 20%

Margir segja að þegar fólk ætlar að létta sig skiptir mataræðið 80% máli og hreyfing ekki nema 20%.

Þegar ég var á vel komin með hugsunarhátt DSP keypti ég æfingaáætlun sem heitir The Truth About SIXPACK ABS, enda mælir Isabel með hreyfingu (í Spurt og svarað). Fyrst þegar ég fór að lesa rafrænu bókina var ég farin að halda að ég hefði keypt æfingaáætlun einungis fyrir magann. Mér hafði skilst í kynningunni að um væri að ræða æfingaáætlun til að styrkja allan kroppinn og stækka vöðvana til að auka grunnbrennslu. Svo þegar ég hélt áfram að lesa komst ég að því að  The Truth About SIXPACK ABS er alhliða æfingaráætlun sem inniheldur mikið af upplýsingum um hreyfingu.

Þegar þetta er skrifað er ég búin að fylgja æfingaáætluninni í 2 vikur (6 vikur á DSP) og hlakka alltaf til næsta tíma. Ég mæli með þessu æfingaprógrammi  fyrir alla því það inniheldur æfingar sem henta fólki í mismunandi formi og æfingum.